Höskuldsstaðakirkjugarður er í Skagastrandarprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi. Á Höskuldsstöðum var prestssetur til 1964. Núverandi kirkja var vígð 31. mars 1963. Hún er úr steinsteypu og tekur 100 manns í sæti. Kirkjan á marga merka gripi má nefna kaleik og platínu frá 1804 og altaristöflu eftir Þórarinn B. Þorláksson, málaða 1910, íslenskan silfurkaleik með ártalinu 1804. Tvær gamlar klukkur eru í kirkjunni, önnur frá 1733 en hin frá 1737. Í kirkjugarðinum á Höskuldsstöðum er annar tveggja rúnalegsteina sem fundist hafa í kirkjugörðum hér á landi.
|